Frá fjölmiðlahóp þemadaganna
Við tókum að okkur að undirbúa þemadagana. Tveir nemendur úr fimmta til tíunda bekk voru valdir, einn strákur og ein stelpa. Við fundum nafnið Þjöppum okkur saman og markmiðið er að vinna með hópefli og þjappa nemendum og starfsfólki meira saman. Stjórnendurnir voru Kristín og Monica.
Í þemadagaundirbúningsnefndinni voru: Egill, Hrafnhildur Una, Þráinn, Ásthildur, Kolfinna, Guðrún Ósk, Birna, Lilja, Arnar, Anja, Arnór og Helgi Ingimar. Á myndina vantar: Hrafnhildi Unu, Önju og Kolfinnu og Helga Ingimar.