VALMYND ×

Vinningshafi í eldvarnagetraun

Hlynur Kristjánsson, Dagur Atli Guðmundsson og Hermann Hermannsson
Hlynur Kristjánsson, Dagur Atli Guðmundsson og Hermann Hermannsson

Í desember komu þeir Hlynur Kristjánsson og Hermann Hermannsson frá slökkviliði Ísafjarðbæjar í heimsókn í 3. bekk til að uppfræða nemendur um eldvarnir í tilefni af eldvarnaviku. Við það tækifæri fengu allir nemendur bekkjarins að taka þátt í eldvarnagetraun.  Það er hefð að afhenda svo vinninga til vinningshafa getraunarinnar á 1-1-2 daginn og komu þeir félagar í dag með verðlaun fyrir einn nemanda bekkjarins og var það Dagur Atli Guðmundsson sem var svona heppinn. Að launum fékk hann viðurkenningarskjal, reykskynjara og tíuþúsund krónur.  Við óskum honum innilega til hamingju með vinninginn.

Deila