VALMYND ×

Lestrarátaki Ævars lokið

Nú er lestrarátaki Ævars vísindamanns lokið þetta árið, en átakið var tilraun til þess að kveikja áhuga barna í 1. – 7. bekk í grunnskólum landsins á lestri. Átakið stóð frá 1. janúar til 1. mars 2016 og er hugarfóstur Ævars Þórs Benediktssonar leikara, rithöfundar og dagskrárgerðarmanns.

Þátttakendur í átakinu lásu og kvittuðu fyrir hverja bók á sérstakan miða.  Miðunum var svo safnað saman á bókasafni skólans, en voru sendir til Heimilis og skóla í gær.  Ævar mun svo draga út nöfn fimm barna og fá þau í verðlaun að verða persónur í nýrri ævintýrabók sem hann er að skrifa (Bernskubrek Ævars vísindamanns 2: Árás vélmennakennaranna) sem kemur út með vorinu hjá Forlaginu – svo það er til mikils að vinna. Nú er bara að vona að nöfn einhverra nemenda skólans verði dregin út.

Deila