Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fer fran í Hömrum, sal Tónlistarskólans á Ísafirði fimmtudaginn 3. mars kl. 20:00.
Á hátíðinni munu 11 nemendur úr 7. bekk, þ.e. 1 frá Flateyri, 1 frá Þingeyri, 1 frá Suðureyri, 3 frá Bolungarvík og 5 frá Ísafirði, lesa brot úr sögu eftir Bryndísi Björgvinsdóttir og ljóð eftir Guðmund Böðvarsson. Fulltrúar okkar verða þau Helena Haraldsdóttir, Júlíana Lind Jóhannsdóttir, Rakel Damilola Adeleye, Rósbjörg Edda Rúnarsdóttir og Sveinbjörn Orri Heimisson. Dómnefnd mun velja þrjá bestu upplesarana og veita þeim verðlaun. Ungir hljóðfæraleikarar munu leika fyrir gesti á milli atriða. Áætlað er að athöfnin standi í tvær klukkustundir.
Gestir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Deila