VALMYND ×

Riðlakeppni Skólahreysti

Grunnskólinn á Ísafirði keppir í Vestfjarða- og Vesturlandsriðli Skólahreysti, miðvikudaginn 9. mars kl. 13:00, í Mýrinni í Garðabæ. Fyrir hönd G.Í. keppa þau Einar Torfi Torfason og Ólöf Einarsdóttir í hraðabraut, Dagný Björg Snorradóttir í armbeygjum og hreystigreip, og Daníel Wale Adeleye í upphífingum og dýfum. Til vara verða þau Guðbjörg Ásta Andradóttir og Ívar Tumi Tumason.

Við óskum okkar fólki góðs gengis og hlökkum til að fylgjast með þeim. 

Deila