VALMYND ×

Nemendaverkefni kynnt í Þýskalandi

Þessa dagana fundar Erasmus+ hópurinn í Lüdenscheid í Þýskalandi.  Í dag voru kynningar á Sad and glorious moments in my country og sýndu fulltrúar G.Í., þær Guðbjörg Halla Magnadóttir og Helga Björt Möller, myndband sem nemendur í 6. og 8. bekk unnu fyrir verkefnið. Einnig verður farið yfir greiningar á námsárangri nemenda í 5. -9. bekk í íslensku og stærðfræði til að skoða dreifingu á námsárangri nemenda. Tilgangur verkefnisins er að skoða stöðu tvítyngdra nemenda og hvernig nýjar kennsluaðferðir geta gagnast sem best til að einstaklingsmiða nám. Allar kynningar verður hægt að nálgast á heimasíðu verkefnisins. 

Verkefni þetta hófst í fyrrahaust þegar skólinn skráði sig í eTwinning (rafrænt skólastarf) á vegum Erasmus+ sem er styrkjaáætlun ESB á sviði menntamála, æskulýðsstarfs og íþrótta. Eitt markmiða Erasmus+ er að auka gæði í menntun og þjálfun innan þeirra 34 Evrópulanda sem eiga aðild að áætluninni og stuðla að aukinni Evrópuvídd í menntastarfi. Þátttakendur í þetta skiptið eru auk Íslands; Króatía, Þýskaland, Lettland, Portúgal og Kýpur.

Deila