Val á miðstigi
Hér í skólanum hefur um nokkurra ára skeið verið sett upp val fyrir nemendur á miðstigi sem kallast hræringur. Nafnið var valið vegna þess að í þessu vali blandast allir nemendur miðstigs þ.e. í 5. - 7. bekk eftir áhuga nemenda á viðfangsefnum hverju sinni. Valið nær til þriggja kennslustunda á viku og veturinn skiptist í fjögur valtímabil, annars vegar eru tvær samliggjandi kennslustundir og hins vegar einn stakur tími.
Jóna Benediktsdóttir, skólastjóri G.Í., hefur nú ritað grein í Skólaþræði, sem er tímarit samtaka áhugafólks um skólaþróun. Þetta val og fyrirkomulag þess hefur vakið verðskuldaða athygli og hefur verið mikil ánægja með það. Greinina má nálgast hér.