VALMYND ×

Jólaleyfi

Litlu jólin voru haldin hátíðleg hjá okkur í morgun og um hádegið fóru nemendur heim í jólaleyfi. Kennsla hefst á nýju skólaári föstudaginn 4. janúar 2019.

Nýtt fréttabréf leit dagsins ljós í morgun og má nálgast það hér. Þar er farið yfir það helsta sem verið hefur á döfinni hjá okkur undanfarið, en það er alltaf í ýmsu að snúast utan hefðbundins skólastarfs eins og sjá má þar.

 

Við óskum nemendum, fjölskyldum þeirra og öðrum velunnurum gleðilegrar jólahátíðar og velfarnaðar á komandi ári.

Deila