Fjallgöngur
Á hverju hausti fara allir árgangar skólans í fjallgöngur eða gönguferðir. Í upphafi skólagöngunnar er byrjað á að fara upp í Stórurð, en svo smám saman verður gangan erfiðari, en hver árgangur fær úthlutað sinni gönguleið. Þegar grunnskólagöngunni lýkur hafa því allir nemendur kynnst mörgum fjallgönguleiðum hér í kring s.s. upp í Naustahvilft, á Hnífa, Sandfell og Kistufell svo fátt eitt sé nefnt. Þessa dagana skunda nemendur upp um fjöll og firnindi og fór 10. bekkur t.d. siglandi norður á Hesteyri í fyrradag og gekk yfir í Aðalvík og þótti sú ferð takast alveg einstaklega vel. Sú ferð er skipulögð og kostuð af foreldrum og væri ekki framkvæmanleg án þeirra og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.
Fjallgöngurnar eru mikilvægar til að efla samstöðu og félagsþroska nemenda en í þeim fá þeir tækifæri til að aðstoða samnemendur og eiga í fjölbreyttum samskiptum um leið og þeir fræðast um nærumhverfi sitt og náttúruna.