Útskrift árgangs 2002.
Í gær var Grunnskólanum á Ísafirði slitið í 143. skipti og fór athöfnin fram í Ísafjarðarkirkju. Hefð er fyrir því að nemendur úr 9. bekk kynni dagskrána og voru kynnar að þessu sinni þær Helena Haraldsdóttir og Sædís Mjöll Steinþórsdóttir.
Jóna Benediktsdóttir, skólastjóri, flutti ávarp og þau Ásgeir Óli Kristjánsson og Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir fluttu ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Boðið var upp á tónlistaratriði útskriftarnema þar sem Sindri Freyr Sveinbjörnsson lék á gítar og söng og Rebekka Skarphéðinsdóttir lék á píanó, Sandra María Valsdóttir og Guðný Ósk Sigurðardóttur sungu við undirleik Margrétar Gunnarsdóttur, auk þess sem stórhljómsveit 10. bekkjar steig á stokk og flutti eitt lag.
Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 8. og 9. bekk:
8. bekkur - Lilja Borg Jóhannsdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.
9. bekkur - Jelena Rós Valsdóttir hlaut viðurkenningu Rotary klúbbsins á Ísafirði fyrir ástundun og framfarir.
Í vetur luku 7 nemendur í 10. bekk smáskipaprófi sem er bóklegi hlutinn fyrir skipstjórnarréttindi á skip sem eru styttri en 12 metrar. Þetta er fimmta árið sem skólinn er í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða um kennslu í þessari valgrein, undir stjórn Guðbjörns Páls Sölvasonar, en margra ára hefð er fyrir henni við Grunnskólann á Ísafirði. Nemendur sem luku prófi eru: Ásgeir Óli Kristjánsson, Eva María Jónsdóttir, Guðmundur Elías Helgason, Helgi Hrannar Guðmundsson, Phakhawat Janthawong, Rán Kjartansdóttir og Una Salvör Gunnarsdóttir.
Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar í 10. bekk:
Kvenfélagið Hlíf gaf eftirfarandi viðurkenningar fyrir verk- og listgreinar:
Viðurkenningu fyrir framfarir og vinnubrögð í textílmennt hlaut Dagný Björg Snorradóttir.
Viðurkenningu fyrir framfarir og skapandi vinnubrögð í myndmennt hlaut Marta Sóley Hlynsdóttir.
Viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í heimilisfræði hlaut Ásgeir Óli Kristjánsson.
Viðurkenningu fyrir skapandi hugsun og sjálfstæð vinnubrögð í tæknimennt hlaut Jakob Jón Jónsson.
Rotary klúbburinn á Ísafirði veitti viðurkenningu fyrir ástundun og framfarir og hlaut Dagný Björg Snorradóttir hana.
Stúdíó Dan gaf viðurkenningar fyrir góða ástundun og námsárangur í íþróttum. Þau verðlaun hlutu Hafdís Bára Höskuldsdóttir og Hilmir Hallgrímsson.
Danska Menntamálaráðuneytið gaf viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í dönsku og hlaut Rán Kjartansdóttir þau verðlaun.
Grunnskólinn á Ísafirði veitti eftirfarandi viðurkenningar:
Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í íslensku, stærðfræði, ensku og náttúrufræði hlaut Rebekka Skarphéðinsdóttir.
Viðurkenningu fyrir góða ástundun og námsárangur í samfélagsfræði hlaut Una Salvör Gunnarsdóttir.
Viðurkenningu fyrir framfarir hlaut Guðmundur Elías Helgason.
Ísfirðingarfélagið í Reykjavík gaf gjöf til minningar um Hannibal Valdimarsson. Þessi viðurkenning er veitt nemanda í 10. bekk fyrir lofsverða ástundun, framfarir í námi og virka þátttöku í félagsstarfi. Þá viðurkenningu hlutu þær Una Salvör Gunnarsdóttir og Svava Rún Steingrímsdóttir.
Viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur vorið 2018 hlaut Rebekka Skarphéðinsdóttir.
Starfsfólk Grunnskólans á Ísafirði þakkar árgangi 2002 samfylgdina í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni.