Kökugerð
Það er alltaf gaman að sjá nemendur að störfum og uppskeru þeirra, ekki síst þegar gleðin skín úr hverju andliti. Það átti svo sannarlega við á dögunum þegar nemendur kláruðu meistarastykki sín í kökugerð í heimilisfræðivali hjá Guðlaugu Jónsdóttur. Kökurnar voru glæsilegar eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndu sóma sér vel á hvaða veisluborði sem er. Fleiri myndir má sjá hér í myndasafni skólans.
Deila