Leiksýning
Föstudaginn 30. nóvember mun leiklistarval skólans sýna leikritið Tjaldið eftir Hallgrím Helgason, í leikstjórn Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur. Frumsýning er klukkan 17:00 og önnur sýning klukkan 19:30 sama dag. Eftir seinni sýninguna mun 10. bekkur standa fyrir balli fyrir nemendur í 8.-10. bekk og er nágrannaskólum boðið að koma.
Sýningarnar eru í sal skólans og er almennt verð kr. 1.000, en kr. 800 fyrir eldri borgara og börn yngri en 10 ára. Aldurstakmark er 12 ára nema í fylgd með fullorðnum.
Miðaverð unglinga sem fara bæði á leiksýningu og ball er kr. 1.500 samtals, en unglingar sem fara á annan hvorn viðburðinn greiða kr. 1.000.