VALMYND ×

Heimsókn frá Kaufering

Hópurinn ásamt nokkrum nemendum G.Í. og starfsmanni sjóminjasafnsins Ósvarar
Hópurinn ásamt nokkrum nemendum G.Í. og starfsmanni sjóminjasafnsins Ósvarar

Í síðustu viku komu átta nemendur (allt stelpur) frá Kaufering, vinabæ Ísafjarðarbæjar í heimsókn til okkar ásamt tveimur kennurum. Þau komu akandi frá Reykjavík og voru himinsæl með ferðina þar sem þau sáu bæði hvali og seli á leiðinni.

Auk heimsóknar í G.Í. fóru þau til Bolungarvíkur og í skólaheimsókn til Suðureyrar og Þingeyrar. Einnig heimsóttu þau sveitabæ, skoðuðu hesta, fóru í siglingu, skoðuðu söfn og fóru í víkingaskálann á Þingeyri þar sem allir sem vildu gátu klætt sig upp í víkingaklæði. Hópurinn bakaði brauð við opinn eld að víkingasið og var það mikil upplifun.

Tíminn var fljótur að líða við leik og störf og það var ánægður hópur sem við kvöddum á föstudagsmorgun og voru allir sammála um að þessi ferð myndi seint líða þeim úr minni.

Deila