VALMYND ×

Valið til úrslita í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna stendur nú yfir í 5. - 7. bekk og hefur dómnefnd valið 25 hugmyndir af öllu landinu í úrslit. Við erum mjög stolt af því að eitt verkefni frá G.Í. komst áfram, en það er hugmynd þeirra Birtu Kristínar Ingadóttur og Tönju Kristínar Ragnarsdóttur að upphárri ristavél. ,,Ristavélin er með langa og háa fætur sem hægt er að setja disk undir. Það er lúga undir ristavélinni svo brauðið detti niður á diskinn" eins og segir í lýsingu.

Næsta skref er að vinna nánar að útfærslu þessara 25 hugmynda og verður það gert dagana 21. og 22. maí n.k. í Háskólanum í Reykjavík. Þar fá nemendur aðstoð fagmanna við þróunina og verður virkilega gaman að fylgjast með framvindunni. Við óskum þeim Birtu Kristínu og Tönju Kristínu innilega til hamingju, ásamt Ólöfu Dómhildi Jóhannsdóttur, sem hefur kennt nýsköpunina sem valgrein á miðstigi. Allar nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu keppninnar, www.nkg.is 

Deila