Kynningarglærur vegna myglu
Þann 25. mars s.l. var haldinn kynningarfundur fyrir starfsfólk og foreldra um niðurstöður úr sýnatöku úr stofum í austurálmu Grunnskólans á Ísafirði. Eins og kynnt hefur verið þá innihéldu sýni af báðum hæðum álmunnar myglu og ljóst að fara þarf í umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæðinu. Á fundinum fór Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í þessum málefnum hjá verkfræðistofunni Eflu, yfir málið með starfsfólki og foreldrum.
Glærur frá kynningunni er hægt að nálgast hér.
Deila