VALMYND ×

Þjóðleikur

1 af 2

Lokahátíðin Þjóðleikur NorðVestur var haldin hátíðleg í Félagsheimilinu á Hólmavík 30. apríl og 1.maí  að frumkvæði Leikfélags Hólmavíkur. Þar komu saman leikhópar frá Strandabyggð, Kaldrananeshreppi, Borgarnesi, Ísafirði, Snæfellsbæ og raunar Snæfellsnesi öllu. Sett voru upp leikverkin Dúkkulísa eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachman, Eftir lífið eftir Sigtrygg Magnason og Tjaldið eftir Hallgrím Helgason.

Leiklistarval G.Í. tók þátt í verkefninu og sýndi verkið Tjaldið eftir Hallgrím Helgason, í leikstjórn Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur og Sigurrósar Evu Friðþjófsdóttur og stóð hópurinn sig mjög vel innan sviðs sem utan.

Margt var til skemmtunar fyrir utan leiksýningar, svo sem skrúðganga leidd af nýjum slökkviliðsbíl
bæjarins, kvöldvaka, sundlaugarpartý og móttaka á vegum Þjóðleikhússins svo fátt eitt sé nefnt.
Verkefnisstjóri Þjóðleiks af hálfu Þjóðleikhússins er Björn Ingi Hilmarsson og verkefnastýra Þjóðleiks
NorðVestur Esther Ösp Valdimarsdóttir.

 

Deila