VALMYND ×

Fréttir

Strætóferðir felldar niður

Vegna veðurs er skólaferðum Strætisvagna Ísafjarðar úr Holtahverfi og Hnífsdal kl. 07:40 aflýst. Aðstæður verða skoðaðar á hálftíma fresti og farnar um leið og færi gefst. Ferð frá Holtahverfi 07:20 og frá Pollgötu 07:30 út í Hnífsdal er einnig aflýst. Þá er Pollgatan lokuð og vegfarendur beðnir að fara aðrar leiðir innanbæjar.

Við hvetjum foreldra til að meta aðstæður vel og fara að öllu með gát. Hægt er að fylgjast með ferðum strætisvagna á www.svi.is

Gul viðvörun

Það er ekkert lát á viðvörunum vegna óveðurs og er nú gul viðvörun í gildi fyrir Vestfirði á morgun. Spáin gerir ráð fyrir hvassviðri eða stormi með vindhraða á bilinu 18-25 m/s. Búast má við talsverðum éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með veðurspám og fréttum af veðri og fara að öllu með gát nú sem endranær. Talhólfsnúmer Strætisvagna Ísafjarðarbæjar er 878-1012,  þar sem fram kemur hvort og þá hvaða ferðir falla niður. Foreldrar eru einnig hvattir til að fylgjast vel með  á heimasíðu almannavarna.

Dansæfingar fyrir þorrablót

Þorrablót 10.bekkjar verður haldið n.k. föstudag, á bóndadaginn sjálfan. Nemendur eru af því tilefni að æfa dansfimi sína undir stjórn Hlífar Guðmundsdóttur sem kann sitt hvað fyrir sér í gömlu dönsunum. Þegar litið var inn á æfingu í morgun var stiginn vals eftir hringdans og nemendur orðnir ansi öruggir á danssporunum.

Lágmarksstarfsemi í dag

Lágmarksstarfsemi verður hjá okkur í dag vegna lokana á vegum. Við hvetjum foreldra til þess að halda börnunum heima sé þess nokkur kostur á meðan aðstæður eru ótryggar og ana ekki af stað. Fylgist vel með á vef vegagerðarinnar og lögreglu. Skutulsfjarðarbraut er lokuð og athugun kl. 8:00. Einnig er Eyrarhlíð lokuð og athugun kl. 10:00.

Skilaboð frá strætó

Skilaboð frá Strætisvögnum Ísafjarðarbæjar:
Þar sem Lögregla og Vegagerðin hefur tekið þá ákvörðun að loka fyrir umferð um Hnífsdalsveg og Skutulsfjarðarbraut í kvöld, nótt og snemma í fyrramálið, þá falla allar ferðir strætó á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri niður til hádegis á morgun. Einnig er möguleiki á að fella þurfi niður skólaferðirnar í Grunnskólann klukkan 08:00 en ferð verður farin um leið og aðstæður leyfa. Fylgist nánar með tilkynningum hér á heimasíðu Strætisvagna Ísafjarðar í fyrramálið.

Lokanir á vegum

Hér má sjá nýjustu fréttir frá lögreglunni varðandi lokanir á vegum. Við hvetjum fólk til að fylgjast með stöðunni í fyrramálið og fara að öllu með gát. Við uppfærum fréttir hér á síðunni um leið og við fáum frekari upplýsingar.

 

Hnífsdalsvegur lokaður.
Skutulsfjarðarbraut lokuð kl.22:00.

Að höfðu samráði við ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands og Vegagerðina hefur Hnífsdalsvegi verið lokað vegna snjóflóðahættu. Athugað verður með hvort óhætt verði að opna veginn á ný þegar birtir á morgun og hægt að meta snjóalög. Nánari upplýsingar þegar þar að kemur verða settar inn á síðu þessa sem og á vef Vegagerðarinnar og upplýsingasímann 1777.

Af sömu ástæðu hefur verið ákveðið að loka Skutulsfjarðarbraut milli Stakkaness og Tunguár kl.22:00 í kvöld. Upp úr klukkan 07:00 í fyrramálið verður athugað hvort óhætt verði að opna veginn. Ekki er hægt með vissu nú að segja nákvæmlega til um það hvenær vegurinn verður opnaður. Uppýsingar um það verða veittar hér á síðunni sem og á vef Vegagarðar og í síma 1777.

Veðurspáin gerir ráð fyrir því að vindur og úrkoma muni verða töluvert minni þegar líður á morgundaginn og þá mun Vegagerðin athuga með að opna aðrar þær leiðir sem lokaðar hafa verið.

Kennslu lýkur kl. 13:50

Kennslu lýkur kl. 13:50 í dag og er síðasta ferð með strætó kl. 14:00.

Allir heim kl. 14:00

Vegna versnandi veðurspár verður síðasta ferð með strætó kl. 14:00 í dag og verður allri kennslu lokið þá. Tómstundarútan fer ekki til Bolungarvíkur og einnig fellur niður kennsla í Tónlistarskóla Ísafjarðar eftir kl. 14:00.

Gul viðvörun á öllu landinu

Það er ekkert lát á viðvörunum vegna óveðurs og er nú gul viðvörun í gildi fyrir allt landið á morgun. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með veðurspám og fréttum af veðri, en skóla verður ekki aflýst nema tilmæli komi frá Almannavörnum eða lögreglu. Komi ekki tilmæli frá Almannavörnum eða lögreglu verða foreldrar að meta hvort óhætt sé að börn þeirra sæki skóla. Ef foreldrar hafa börn sín heima þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Hið sama gildir ef foreld­rar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.

Slæm veðurspá

Veðurspáin fyrir morgundaginn er lítið spennandi, þar sem gert er ráð fyrir snjókomu og suðvestan 18-25 m/s í fyrramálið, en 13-20 eftir hádegi. Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun sem er í gildi til kl. 18:00 á morgun.

Við minnum því á að Ísafjarðarbær hefur gefið út viðmið um hvenær loka eigi stofnunum vegna  óveðurs. Þar kemur m.a. fram að stofnunum bæjarins sé ekki lokað nema algjöra nauðsyn beri til og getur forstöðumaður lokað stofnun af einni eða fleirum af eftirtöldum ástæðum:

  • Tilmæli frá almannavörnum eða lögreglu
  • Rafmagnsleysi kemur í veg fyrir að hægt sé að halda stofnuninni opinni
  • Ófærð er svo almenn að ekki næst að kalla til lágmarksfjölda starfsmanna til að halda a.m.k. skertri þjónustu. 

 

Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með veðurspám og fréttum af veðri.  Skóla verður ekki aflýst nema tilmæli  komi frá Almannavörnum eða lögreglu. Komi ekki tilmæli frá Almannavörnum eða lögreglu verða foreldrar að meta hvort óhætt sé að börn þeirra sæki skóla. Ef foreldrar hafa börn sín heima þá skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlileg forföll. Hið sama gildir ef foreld­rar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa.

Strætisvagnar Ísafjarðarbæjar hafa tekið í notkun talhólfsnúmer, 878-1012,  þar sem fram kemur hvort og þá hvaða ferðir falla niður. 

Foreldrar eru einnig hvattir til að fylgjast vel með  á heimasíðu almannavarna.