VALMYND ×

Dagur 12

Við finnum fyrir því að veiran nálgast okkur og staðfestum smitum á Vestfjörðum fjölgar. Foreldrar hafa verið að hafa samband og velta því fyrir sér hvort þeir ættu að halda börnunum sínum heima. Aðstæður barna eru mjög misjafnar og því er það alltaf ákvörðun foreldra hvort þeir senda börnin í skólann. Það er engin breyting hjá okkur, við höldum okkar skipulagi og gerum það besta í stöðunni. Við hvetjum foreldra til að koma öllum upplýsingum til okkar, hvort sem þeir hyggjast hafa börnin sín í sóttkví eða upp kemur grunur um smit.

En að öðru og léttara tali. Menntamálaráðherra er að hleypa lestrarverkefni af stokkunum í dag fyrir þjóðina, þar sem börn og fullorðnir eru hvattir til að nýta þann tíma sem nú gefst til lesturs. Verkefnið kallast Tími til að lesa. Árangurinn er mældur í tíma og allir Íslendingar hvattir til að skrá allan sinn lestur á vefsíðunni www.timitiladlesa.is. Verkefnið mun standa til 30. apríl og þá verður þess freistað að fá afraksturinn skráðan í Heimsmetabók Guinness. Þetta er mjög spennandi verkefni og hvetjum við ykkur og börnin ykkar til að taka þátt.

 

Deila