Dagur 11
Það er allt gott að frétta af okkur í dag. Flestir nemendur eru komnir í ágæta rútínu en margir sakna ,,hefðbundna" skólastarfsins og heyrst hefur á eldri nemendum að þeir sakni þess að mæta reglulega í skólann og hitta félagana. Kennarar í yngri bekkjum finna mun á nemendum eftir að skóladagurinn var styttur um eina kennslustund og finnst að nemendur ráði betur við daginn núna. Það er reynt að hafa eins mikið uppbrot á skóladeginum eins og aðstæður leyfa, útiveru, páskaföndur og ýmsa aðra vinnu.
Á fimmtudaginn 2. apríl eru börn og fullorðnir hvattir til að klæðast bláu, til að sýna einhverfum stuðning og samstöðu. Það væri gaman að sjá sem flesta bláklædda þann dag og fagna fjölbreytileikanum og styðja einhverfa.
Á facebook síðu foreldrafélags skólans eru nú komnar heilmargar myndir af óskilamunum hér í skólanum. Endilega kíkið á myndirnar og athugið hvort þið kannist við eitthvað af þeim. Þið getið svo alltaf nálgast óskilamunina í skólanum í anddyrinu gegnt Sundhöllinni.
Deila