Dagur 13
Ekki áttum við von á því eftir hádegið í gær að við yrðum í þessari stöðu í dag. Sú ráðstöfun Almannavarna að loka skólunum er varrúðaráðstofun sem gerð er til að hindra smit. Það er enginn nemandi né starfsmaður smitaður svo vitað sé. Við vitum ekki heldur hversu lengi þessi ráðstöfun varir, það skýrist síðar og munum við koma upplýsingum til ykkar um leið og vitum framvinduna.
Það er mjög mikilvægt að við hjálpumst öll að við að reyna að hindra smitin og það gerum við best með því að fara í einu og öllu eftir leiðbeiningum Almannavarna. Við verðum að taka því alvarlega þegar mælst er til að samgangur barna milli heimila sé eins lítill og hægt er.
Við hvetjum foreldra sem eru í forgangi starfsfólks í framlínustörfum um aukna skóla-og leikskólaþjónustu, að sækja um fyrir börnin og þarf að gera það á hverjum föstudegi meðan ástandið er eins og það er. Einnig geta þessir foreldrar haft samband ef skyndilegar breytingar verða á störfum þeirra og við vinnum úr því.
Það er von okkar að þrátt fyrir erfiðar aðstæður að þá eigum við öll gleðilega páska.