VALMYND ×

Áframhaldandi lokun

Eins og komið hefur fram hjá aðgerðarstjórn almannavarna á Vestfjörðum er skólahald áfram með breyttu sniði næstu tvær vikurnar að minnsta kosti. Það þýðir að skólinn er lokaður þennan tíma og nemendur mæta því ekki í skólann. Kennarar munu verða í sambandi við foreldra í gegnum tölvupóst á morgun og kynna þeim fyrirkomulag kennslunnar næstu tvær vikurnar. Við hvetjum foreldra einnig til að vera í sambandi við umsjónarkennara, starfs- og námsráðgjafa eða hvern þann sem þeir vilja ef einhverjar spurningar eða áhyggjur vakna varðandi nemendur. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma til móts við þarfir hvers og eins nemanda.

Við bendum einnig foreldrum í framlínustörfum sem óska eftir aukinni skólaþjónustu á að hægt er sækja um þá þjónustu á island.is og verður að gera það í hverri viku.

Deila