VALMYND ×

Dagur 10

Við hefjum nú síðustu viku fyrir páskafrí. Við ættum að vera á fullu í árshátíðarundirbúningi því árshátíð skólans var fyrirhuguð nú á miðvikudag og fimmtudag. Þess í stað erum við með skertan skóladag og allt niðurnjörfað og skipulagt út í ystu æsar, meira að segja salernisferðirnar. En við látum ekki deigan síga og höldum okkar striki eins og hægt er.

Við höfum fengið ábendingar um það að börn sem ekki eru í sama skólahóp séu að leika eftir skóla og þau gefa sjálf þá skýringu að það megi ef foreldrar leyfi það. Við í skólanum stýrum ekki því sem börnin gera eftir skóla en við hvetjum foreldra eindregið að fara að fyrirmælum yfirvalda þar sem mælst er til þess að börn séu ekki að umgangast önnur börn en þau sem eru með þeim í skólahóp.

Deila