Staðan í dag
Nú er að koma mynd á skipulagið fyrir þessa og næstu viku. Foreldrar hafa nú fengið upplýsingar frá umsjónarkennurum hvernig kennslu og heimavinnu er háttað hjá hverjum árgangi fyrir sig og fá áframhaldandi upplýsingar daglega.
Á yngsta- og miðstigi er lögð áhersla á daglegan lestur og ýmis önnur verkefni sem skemmtilegt er að vinna heima. Búast má við því að bætt verði í á miðstiginu í næstu viku. Unglingastigið sinnir sínu námi í gegnum Google Classroom og hittir umsjónarkennara sína í fundarforriti í google alla daga.
Ef einhverjar spurningar vakna vegna skipulagsins þá endilega hafið samband við umsjónarkennara. Við erum öll að fóta okkur í þessum nýju aðstæðum og kannski verða einhverjir hnökrar, en við höfum öll sýnt það undanfarnar vikur að þegar við tökum höndum saman þá getum við svo margt. Starfsfólk skólans fæst við ýmis verkefni þessa daga, stærsti hópurinn er auðvitað að sinna og undirbúa kennslu og heimavinnu nemenda, nokkrir starfsmenn eru með nemendur í forgangshópi á morgnana, hluti starfsmanna aðstoðar við Covid skimun heilbrigðisstofnunarinnar og það er meira segja verið að sauma gardínur fyrir skólann. Það eru nefnilega allskonar verk sem þarf að vinna.