VALMYND ×

Ný reglugerð tekur gildi 18.nóvember

Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi gildir 18. nóvember – 1. desember. Helstu breytingar eru þær að grímuskylda í 5.-7. bekk er afnumin og íþróttir og sund koma inn. Einnig geta nemendur í 5.-10. bekk farið út í frímínútur grímulausir. Að öðru leyti er skipulagið frá 3.-17. nóvember í gildi.
 
Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólann nema brýna nauðsyn beri til og nota þá grímu. Það sama á við um alla aðra starfsmenn, svo sem starfsfólk í frístund og dægradvöl, starfsfólk skólaþjónustu og vegna vöruflutninga.
 
Í 1.-4. bekk er 50 barna hámark í hverju rými og grímuskyldan á ekki við. Það verður óskertur skóladagur hjá þessum árgöngum. Frístund, dægradvöl og mötuneyti verða á sínum stað með breytingum þó og til að koma öllum nemendum á yngsta stiginu fyrir í mötuneytinu borðar 2. og 4. bekkur fyrir framan matsal. Íþróttir og sund koma inn.
 
Í 5.-7. bekk er ekki grímuskylda, nemendur geta farið í list-og verkgreinar, en það má ekki blanda hópunum saman. Íþróttir á Torfnesi geta hafist en hverjum árgangi verður skipt í tvo hópa og skilrúm á milli hópa svo að ekki verði farið yfir 25 manna hámarkið í hverju rými. Það verður ekki hægt að nota sturturnar og til að mæta álaginu í búningsklefum verða hóparnir látnir skarast. Frímínútur verða með eðlilegum hætti. Þar sem við getum ekki komið hádegismat fyrir vegna fjöldatakmarkana mun verða kennsla til 12:15 en þá verður strætó.
 
Í 8.-10. bekk er grímuskylda þar sem við getum ekki tryggt tveggja metra fjarlægðarmörk og á það við um öll rými skólans, þannig að nemendur verða að vera með grímur allsstaðar, á leið inn og út úr skóla og einnig í kennslustundum og hvetjum við alla sem geta að nota eigin grímur í skólanum. Að öðrum kosti mun skólinn útvega þær. Nemendur eiga einnig að vera með grímur í strætó. Nemendur gata valið um að fara út í frímínútur eða verið inn í stofum, ekki er leyfilegt að vera á göngunum. Þar sem við getum ekki komið hádegismat fyrir vegna fjöldatakmarkana og grímuskyldan er enn við lýði mun verða kennsla til 12:15 en þá verður strætó.
Hámarksfjöldi er 25 í hverju rými fyrir sig. Hverjum árgangi á unglingastigi verður því skipt í tvo fasta hópa, og hver hópur í sér stofu. 8. og 9. bekkur getur farið í sund þar sem fjöldinn er innan marka og hópaskiptingin getur því haldið sér. Matartíminn fellur niður og verður mataráskrift endurgreidd.
 
 
Deila