Í vikulokin
Nú er fyrstu vikunni í þessari lotu að ljúka. Mér finnst hún heilt yfir hafa gengið vel og þið sýnt okkur skilning og stuðning við breytt skipulag. Það skiptir okkur mjög miklu að finna það að við erum öll í þessu saman. Það er svo ótrúlega mikilvægt að geta haldið úti skólastarfi og að röskunin sé með minnsta móti fyrir nemendur. Mér finnst líka að nemendur standi sig ótrúlega vel. Þeir taka langflestir vel í grímunotkunina og skilja mikilvægi hennar. Eins reynir á alla nemendur að vera meira og minna inn í umsjónarstofunum sínum allan skóladaginn og þá sérstaklega þau yngstu sem eru fullan skóladag.
Vonandi verður hægt að létta á sóttvarnarreglunum strax eftir 17. nóvember og vil ég trúa því að það verði hægt, allavega að við losnum við grímur og að við getum farið í eðlilegt ástand hvað varðar kennsluna, þó svo að kannski verði enn fjöldatakmarkanir og aðgengi utanaðkomandi aðila verði enn takmarkað.
Við óskum ykkur góðrar helgar og við skulum reyna að hafa gleðina að leiðarljósi og njóta samveru við fjölskyldu þessa helgi þar sem yfirvöld hafa hvatt okkur til að ferðast innanhúss þessa helgi.
Deila