VALMYND ×

Í vikulokin

 

Vikan hefur gengið ágætlega og nemendur eiga hrós skilið fyrir hvernig þeir taka taka þessum hertu sóttvarnarreglum.  Við sjáum þó að ákveðinnar þreytu er farið að gæta, sérstaklega varðandi grímurnar.

Nú hefur heilbrigðisráðherra kynnt nýja reglugerð sem gildir frá 18. nóvember til 2. desember, og samkvæmt henni verður aðeins slakað á hvað varðar fjöldatakmarkanir í skólum.  Það er gert til að koma til móts við framhaldsskólanna en breytir ekki miklu hjá okkur í grunnskólunum. Íþróttir barna með og án snertinga verða heimilaðar en sundlaugar verða enn lokaðar. Við í grunnskólunum bíðum eftir nánari útfærslu og getum vonandi kynnt hana á mánudag eða þriðjudag í næstu viku.

Deila