Samfés frestað
Vegna mikillar ófærðar hefur verið ákveðið að fresta Vestfjarðakeppni Samfés sem halda átti í Súðavík 27. janúar til föstudagsins 3. febrúar n.k.
Vegna mikillar ófærðar hefur verið ákveðið að fresta Vestfjarðakeppni Samfés sem halda átti í Súðavík 27. janúar til föstudagsins 3. febrúar n.k.
Fundur með forráðamönnum nemenda í 4. og 7. bekk sem vera átti í dag kl. 18:00 hefur verið frestað til mánudagsins 30. janúar kl. 18:00.
Skólahald fellur niður í dag vegna ófærðar og óveðurs.
Vegna versnandi veðurspár verður skólahald fellt niður eftir kl. 13:05 en Dægradvöl er opin. Strætisvagnar fara frá skóla um kl. 13:15.
Í dag berst pönnukökuilmur um ganga skólans í tilefni af sólardegi Ísfirðinga. Nokkrir árgangar hafa tekið sig til og snæða pönnukökur í boði foreldra, þó svo að sólin nái ekki að skína í dag.
Ísfirðingar hafa fagnað sólarkomu 25. janúar með þessum hætti ár hvert í meira en 100 ár.
Er árangur í íþróttum mikilvægari en árangur í námi?
Hér má lesa áhugaverða grein eftir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóra í Grindavík.
http://www.grindavik.is/v/8421
Mikinn merkisdag ber upp á 20. janúar en þá hefst þorri. Þorri er gamalt mánaðarheiti en samkvæmt forníslensku tímatali var þorri fjórði mánuður vetrar. Nú á dögum könnumst við við þetta heiti úr hugtökum eins og þorramatur og þorrablót. Þorri var líka talinn erfiðasti vetrarmánuðurinn og því er stundum talað um að þreyja þorrann en það þýðir eiginlega að harka hann af sér eða að komast í gegnum hann, þola tímabundna erfiðleika. Fyrsti dagur þorra nefnist bóndadagur og einmitt þann dag er miður vetur. (Heimild www.nams.is)
Þorrablót 10. bekkjar er ein af elstu hefðum skólastarfsins og með þeim skemmtilegustu. Árgangurinn hefur nú iðkað stífar dansæfingar undir stjórn Evu Friðþjófsdóttur danskennara, enda er mikill metnaður lagður í þorrablótið.
Blótið verður haldið föstudaginn 20. janúar á sjálfan bóndadaginn og hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:30. Nemendur 10. bekkjar og gestir þeirra mæta með þorramat í trogum upp á gamla mátann og bjóða kennarar og foreldrar upp á skemmtiatriði. Að því loknu verða gömlu dansarnir dansaðir fram á kvöld.
Þeir sem eiga þjóðbúninga eru hvattir til að mæta í þeim til að gera blótið sem þjóðlegast.
Agnes Sólmundsdóttir nemandi í Grunnskólanum á Þingeyri kom, sá og sigraði í söngkeppni SAMÍS sem haldin var í gærkvöld en hún sigraði einnig í Vestfjarðakeppninni í fyrra.
Í 2. sæti lentu þeir Ásgeir Kristján Karlsson og Baldur Björnsson frá G.Í., í því 3. Kristín Harpa Jónsdóttir frá G.Í., 4. sæti Birgir Knútur Birgisson frá Þingeyri og í því 5. hafnaði stúlknakórinn Hróðný frá G.Í.
Alls kepptu 16 atriði um þátttökurétt fyrir hönd Ísafjarðarbæjar í Vestfjarðakeppni Samfés, sem haldin verður í Súðavík föstudaginn 27. janúar n.k.
Það var samdóma álit allra sem að keppninni stóðu að öll atriðin væru hvert öðru glæsilegra og metnaðarfyllra. Það kom í hlut dómnefndar að skera úr um úrslit og var hún svo sannarlega ekki öfundsverð af því hlutskipti. Í dómnefndinni þetta árið sátu þau Elísabet Traustadóttir, Guðmundur Hjaltason og Sveinbjörn Hjálmarsson. Kynning var í höndum þeirra Helga Snæs Bergsteinssonar og Melkorku Ýrar Magnúsdóttur, nemenda í 10. bekk G.Í.
Skólinn óskar vinningshöfum og þátttakendum öllum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu.
Á morgun, föstudaginn 13. janúar, fer söngvakeppni SAMÍS fram í sal Grunnskólans á Ísafirði . Þátttakendur koma frá félagsmiðstöðvunum í Ísafjarðarbæ og keppa þeir um þátttöku í söngvakeppni Samfés sem haldin verður síðar í vetur.
Aðgangseyrir er kr. 1.500 fyrir fullorðna en kr. 1.000 fyrir 18 ára og yngri. Keppnin hefst kl. 20:00 og opnar húsið kl. 19:30.