VALMYND ×

Fréttir

Maskadagur

Mánudaginn 20. febrúar er maskadagurinn eða bolludagur öðru nafni. Af því tilefni verða grímuböll á sal skólans sem hér segir:

1. – 3. bekkur kl. 8:20-9:10
4. -5. bekkur kl. 10:20-11:00
6. og 7. bekkur kl. 13:20-13:50

Nemendur og starfsfólk eru margir hverjir í grímubúningum þennan dag og verður gaman að sjá allar þær furðuverur sem verða á ferli.
Þriðjudaginn 21. febrúar er svo starfsdagur kennara án nemenda og engin kennsla.

Rósaball

10. bekkur stendur fyrir hinu árlega Rósaballi á morgun, föstudaginn 17. febrúar í sal skólans.
Húsið opnar kl. 19:30 og stendur gleðin frá kl. 20:00 - 23:30.

Hefð er fyrir því að strákar bjóði stelpum á ballið, en einnig mega nemendur bjóða með sér samnemendum af sama kyni.
Aðgangseyrir er kr. 1.000 fyrir einstaklinga, en kr. 1.500 fyrir pör.

Sjálfsstyrkingarnámskeið hjá 10. bekk

Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur frá Foreldrahúsi/vímulausri æsku, hefur undanfarna daga haldaið námskeið í sjálfsstyrkingu fyrir nemendur 10. bekkjar. Vinnan er einn þáttur í vímuefnaforvörnum á vegum Vá Vesthópsins en um er að ræða forvarnavinnu með þeirri nálgun að vinna með sjálfsvirðingu, sjálfsmat, sjálfstraust, tilfinningar, samskipti og fleira. Þetta er í þriðja sinn sem árgangurinn fær námskeið af þessu tagi og hafa nemendur látið mjög vel af því.

Eldvarnarátak

Slökkviliðmenn heimsóttu krakkana í 3. HA í síðustu viku í   tilefni þess að  Maja  Weronika Zietek var dregin út í verðlaunasamkeppni í tengslun við Eldvarnarátak Landssamband Slökkviliðs- og Sjúkraflutningamanna. Maja fékk  afhent verðlaun og viðurkenningskjal af þessu tilefni. Krakkarnir voru stoltir af Maju  og samglöddust henni, en þau  tóku öll þátt í þessari samkeppni og stóðu sig með prýði.

Úrslit í Samvest

Vestfjarðakeppni Samfés var haldin í Súðavík s.l. föstudagskvöld. Það voru 10 atriði sem kepptu um þátttökurétt í úrslitakeppni Samfés, sem haldin verður í Reykjavík í næsta mánuði. Í fyrsta sæti höfnuðu GóGó píurnar frá Hólmavík og Egill Helgason ásamt hljómsveitinni The Cutaways frá Súðavík. Þessi tvö atriði munu því keppa fyrir hönd Vestfjarða.


Dómnefndina þetta árið skipuðu þeir Þorsteinn Haukur Þorsteinsson frá Súðavík, Bjarni Einarsson frá Hólmavík og Daði Már Guðmundsson frá Ísafirði en kynning var í höndum Péturs Markan.

Að keppni lokinni var svo dansleikur fyrir 8. - 10. bekk og sá Haffi Haff um fjörið.

Við óskum sigurvegurunum og keppendum öllum til hamingju með frammistöðuna.

 

Hér má heyra sigurlag Hólmvíkinganna:
http://www.youtube.com/watch?v=r7lJmWMBDkM&feature=share

 

og einnig framlag Súðvíkinganna hér:

http://www.youtube.com/watch?v=i6jg8Mh5_Yw

Vestfjarðakeppni Samfés

Undankeppni söngkeppni Samfés á Vestfjörðum verður haldin í kvöld,  föstudagskvöldið 10. febrúar. Að þessu sinni verður keppnin haldin í íþróttahúsi Súðavíkurskóla frá kl. 20:00 - 21:30. Keppendur koma frá Hólmavík, Ísafjarðarbæ og Súðavík og er öllum velkomið að mæta. Að keppni lokinni verður haldið ball  fyrir 8. til 10. bekk, þar sem Haffi Haff mun halda uppi stuðinu. 

Aðgangseyrir er 1000 kr. á söngvakeppnina og ballið, en miðasala fer fram á staðnum. Aðeins er hægt að greiða með peningum.

Koma svo strákar!

Herdís Hübner, kennari við G.Í. skrifar góða grein 7. febrúar s.l.  í veftímaritið Smuguna. Greinina tileinkar hún ungu fólki, sérstaklega ungum feðrum og fjallar hún um mikilvægi lesturs. Við hvetjum alla til að lesa þessa grein en hana má finna hér http://smugan.is/2012/02/koma-svo-strakar/

Foreldradagur

Á miðvikudaginn, 8. febrúar, er foreldradagur og því engin kennsla. Þann dag mæta nemendur með sínum forráðamönnum  í viðtöl til síns umsjónarkennara samkvæmt úthlutuðum viðtalstíma, sem sendur var heim í dag ásamt vitnisburði haustannar.

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í níunda sinn þann 7. febrúar næstkomandi. Þemað í ár er „Tengjum kynslóðir” og munu yfir 60 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag þar sem til umfjöllunar verða ýmis verkefni þar sem tæknin tengir kynslóðir saman. Áhersla verður lögð á að kynslóðir miðli af þekkingu sinni og reynslu milli kynslóða, en þannig má stuðla að jákvæðri og öruggri notkun Netsins.


Netöryggismiðstöðvar 30 Evrópuþjóða, sem mynda Insafe netverkið (www.saferinternet.org), og nærri 40 önnur lönd munu þennan dag leiða saman ungt fólk og fullorðna til þess að vekja athygli á og ræða um Netið. Netverkið hefur látið framleiða stutta auglýsingu til þess að styðja við átakið, en hún verður aðgengileg á Netinu (www.saft.is ) og sýnd í sjónvarpi næstu daga.

Fréttabréf janúarmánaðar

Þriðja fréttabréf skólaársins hefur nú litið dagsins ljós. Það má finna hér á síðunni ásamt áður útgefnum fréttabréfum.