Tónleikar í salnum
Í morgun hélt hljómsveitin Klysja tvenna stutta tónleika í sal skólans. Hljómsveitin spilaði nokkur lög til kynningar á væntanlegum diski sem hún mun gefa út í ágúst. Hljómsveitina skipa tveir nemendur úr G.Í. þeir Hákon Ari Halldórsson og Þormóður Eiríksson og fjórir menntskælingar þeir Arnar Logi Hákonarson, Benjamín Bent Árnason, Mateus Samson og Ísak Emanúel Róbertsson.
Þess má geta að hljómsveitin tók þátt í Músíktilraunum í síðasta mánuði og tróð einnig upp á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður.
Deila