VALMYND ×

Skellur Íslandsmeistari í 5. flokki

Íslandsmeistararnir Auður Líf, Bjarni Pétur, Ívar Tumi og Birkir.

(Mynd: Skellur)
Íslandsmeistararnir Auður Líf, Bjarni Pétur, Ívar Tumi og Birkir. (Mynd: Skellur)
1 af 2

Blakfélagið Skellur gerði góða ferð á seinni hluta Íslandsmóts yngri flokka í blaki sem haldið var í Kópavogi 14.-15. apríl. Félagið mætti með 6 lið til leiks og hafa aldrei áður verið svo mörg lið á vegum félagsins á Íslandsmóti.

Skellur 1 í 5. flokki varði Íslandsmeistaratitil sinn með því að vinna alla leiki á þessu móti 2-0. Í þessum flokki kepptu þau Birkir Eydal, Bjarni Pétur Jónasson, Ívar Tumi Tumason og Auður Líf Benediktsdóttir, nemendur í 6. bekk G.Í.

Skellur C varð í 2. sæti í deild C-liða og 4. flokks lið Skells krækti sér í 3. sæti í deild A-liða pilta.

Allar nánari upplýsingar um mótið má sjá hér á heimasíðu blakfélagsins.

Við óskum öllum þessum keppendum innilega til hamingju með árangurinn.

 

 

Deila