Foreldraverðlaun Heimilis og skóla
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra verða afhent í sautjánda sinn í Þjóðmenningarhúsinu miðvikudaginn 16. maí næstkomandi kl.14:00. Síðasti skiladagur tilnefningar er 1. maí 2012.
Samtökin óska eftir tilnefningum frá einstaklingum, félögum eða hópum sem vilja vekja athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu skólastarfs og jákvæðu samstarfi heimila og skóla.
Foreldraverðlaun Heimilis og skóla beina sjónum að því fjölbreytta starfi sem fram fer í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins. Auk þess eiga verðlaunin að efla jákvætt samstarf heimila, skóla og nærsamfélagsins.
Stjórn og starfsfólk Heimilis og skóla tilnefna ekki verkefni til Foreldraverðlaunanna heldur vinnur dómnefnd úr innsendum tilnefningum sem berast á heimasíðu samtakanna og byggjast niðurstöður dómnefndar á gerinargerðum og rökstuðningi þeirra sem tilnefna.
Allar nánari upplýsingar ásamt tilnefningum er að finna hér á heimasíðu samtakanna.