Fréttir
Þemadagar - fimmtudagur
Í dag var mjög gaman en ekki of erfitt en samt mjög gaman. Við tókum viðtöl við kennara og krakka og það var mjög gaman að horfa á tilraunirnar. Við spurðum hvað væri gert og hvort það væri gaman. Margir sögðu já.
Tryggvi, Ísak Andri og Sigrún Brynja
Þemadagar - fimmtudagur
Við erum búnar að fara og sjá eldstöðina þar var verið að baka brauð. Í krónustikk voru krakkarnir að kasta krónum og sá sem náði að kasta lengst vann. Við fórum líka og tókum viðtöl og myndir á öllum hinum stöðvunum. Við klipptum myndbandið og margt annað fræðilegt. Þetta var mjög gaman.
Hulda Pálma og Rakel
Þemadagar - fimmtudagur
Þemadagar - fimmtudagur
Í skólanum eru þemadagar og krakkarnir eru allir á stöðvum og að fikta við allskonar hluti eins og náttúrufræðitilraunir og fleira. Þá er verið að setja allskonar efni í vatn og láta það breyta um lit. Þau virtust öll hafa gaman eins og einn nemandinn sagði og flestir virtust vera ánægðir með hópana. Svö kíktum við út á krakkana í lummubakstri. Ekki voru allir ánægðir með hópana en flestir virtust allavega hafa gaman og eins og einn sagði besti parturinn var að borða lummurnar og það hafi bjargað deginum. Það var líka dansað og sungið og farið í leiki úti. Það var líka hlustað á sögur og klætt sig í búninga. Þetta heldur áfram á morgun og allskonar önnur störf og leikir verða þá.
Kolmar og Maríanna
Kátir dagar
Fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. mars verða þemadagar í skólanum undir yfirskriftinni Kátir dagar. Þessa tvo síðustu daga fyrir páskaleyfi verður hefðbundið skólastarf stokkað upp og nemendum skipt í 28 hópa, þvert á árganga. Unnið verður í stöðvavinnu við fjölbreytt verkefni bæði úti og inni s.s. tilraunir, lummubakstur, dans, tónlist, ljóð, leiki, þrautir, fréttaflutning o.fl.
Kátum dögum lýkur svo um hádegið á föstudag þegar allir nemendur safnast saman á Silfurtorgi og stíga dans og marsera svo aftur að skólanum og snæða saman undir berum himni. Nú er bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir.
Gulur dagur
Þar sem páskaleyfi er rétt handan hornsins var ákveðið að hafa svokallaðan gulan dag í skólanum í dag. Allir voru hvattir til að klæðast einhverju gulu og var heldur betur bjart yfir skólanum, þó svo að ekki hafi tekist að laða fram sólina í þetta skiptið.
Kynjafræði kennd við G.Í.
Í vetur höfum við verið svo heppin að hafa Svandísi Önnu Sigurðardóttur kynjafræðing í kennarahópnum. Hún hefur kennt kynjafræði í 10. bekk frá því í janúar og er það trúlega einsdæmi hér á landi að kynjafræði sé kennd í grunnskóla af sérmenntuðum kynjafræðingi. Svandís hefur skrifað grein um kynjafræðikennslu sína við skólann og hvetjum við alla til lesa hana, en hana má finna hér http://www.bb.is/Pages/82?NewsID=173989.
Páskaföndur
Útikennsla
Í vetur hefur hvert tækifæri verið nýtt til útikennslu í ýmsum námsgreinum. Matreiðsla er þar engin undantekning og hafa nemendur tekið því fegins hendi að elda eitthvað heitt og gott utandyra. Oftast hefur verið farið upp í Jónsgarð þar sem hlóðum hefur verið komið upp á öruggum stað, en einnig hafa nemendur nýtt sér skólalóðina eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.