VALMYND ×

Hvatningarátak foreldrafélags GÍ

Foreldrafélag GÍ stendur fyrir hvatningarátaki til að styrkja bókakost skólasafnsins og hefur fengið til liðs við sig Pennann-Eymundsson á Ísafirði sem mun halda utan um þær bækur sem keyptar eru. Að sögn starfsmanna þar eru nokkur tilboð í gangi á barnabókum. Átakið hófst í Viku bókarinnar, þann 19. apríl og stendur yfir til 14. maí n.k.


Foreldrafélagið bendir á að með því að nýta ávísunina sem send var öllum heimilum í byrjun Viku bókarinnar til að kaupa bók fyrir bókasafnið er hægt að styðja við bakið á þessari grunnstoð lestrarmenningar barna okkar á tvöfaldan máta, en af andvirði ávísunarinnar renna 100 krónur í Skólasafnasjóð sem úthlutar styrkjum til bókasafna grunnskólanna.
Bókakaupandinn getur haft áhrif á úthlutunina með því að skrifa nafn GÍ í þar til gerðum reit á henni. Þá aukast líkurnar á því að skólabókasafn GÍ fái stuðning.



 

Deila