VALMYND ×

Fréttir

Þemadagar - föstudagur

Fréttamennirnir Lovísa Ósk og Arney Urður
Fréttamennirnir Lovísa Ósk og Arney Urður

Í dag vorum við í fjölmiðlahóp og fórum og tókum upp myndband og viðtal við nokkra hópa. Við heimsóttum krakkana sem voru í ljóðastofunni svo fórum niður og töluðum við föndurhópinn og svo var leiðinni haldið á Austurveg að horfa á krakkana á leikjastöðinni gera alsskonar þrautir með bolta og hafa gaman.

Lovisa & Arney

Þemadagar - föstudagur

Fréttamennirnir Friðrik og Áskell
Fréttamennirnir Friðrik og Áskell

Við Friðrik og Áskell vorum í fjölmiðlahóp í dag svo að við fengum myndavél og myndatökuvél. Við byrjuðum að horfa á krakkana dansa niðri í nýja skóla og tókum myndir og viðtöl. Svo fórum við á eldstöð og bökuðum brauð á priki við eld. Auk þess kíktum við í blómagarðinn, tókum viðtal og margt fleira. Allir skemmtu sér
vel.

 

Áskell og Friðrik



Þemadagar - föstudagur

Fréttamennirnir Finney og Björk
Fréttamennirnir Finney og Björk

Hæ, við  heitum Finney og Björk. Við erum í 9.bekk og 2.bekk.

Okkur fannst mjög gaman í fjölmiðlahóp, sérstaklega með svona skemmtilegum kennurum.

Í dag fórum við með myndatökuvél út í Hamra og út á gervigrasvöll. Þetta hafa verið spennandi  dagar og við munum enda þetta á grilli, söng og dansi. Það var gaman að breyta svona til og gera eitthvað annað en að sitja og læra.


Takk fyrir okkur, Finney og Björk.

Þemadagar - föstudagur

Fréttamennirnir Sigurður Bjarni og Særún Thelma
Fréttamennirnir Sigurður Bjarni og Særún Thelma

Við fórum og tókum myndir af krökkunum dansa við lagið La Dolce Vita. Svo tókum við líka myndir af krökkum úti í blómagarði í leikjum með Nonna og svo voru Árni og Guðfinna með krakka í leikjum fyrir utan sundlaugina. Við fórum upp á loft í Sundhöllinni og tókum eina eða tvær myndir þar og krakkarnir voru að skrifa sögur. 


Særún Thelma og Sigurður Bjarni.

Þemadagar - föstudagur

Fréttamennirnir Kristófer Leví og Tryggvi Leó
Fréttamennirnir Kristófer Leví og Tryggvi Leó

Í dag erum við búnir að vera í fjölmiðlahópnum og sjá mikið. Við fórum á eldstöðina 2 sinnum. Í fyrra skiptið vorum við með myndavél og tókum fullt af myndum. En í seinna skiptið vorum við með myndatökuvél og tókum mörg viðtöl. Við tókum myndband af lummugerðinni og fengum lummur sem við gerðum, þær voru mjög góðar. Eftir það fórum við í náttúrufræðistofunna og tókum myndband af  rafstöðutæki sem gaf manni straum.

 

Kristófer og Tryggvi Leó

Kátir dagar

Fréttamenn dagsins
Fréttamenn dagsins

Nú er fyrri þemadegi lokið og vonandi allir glaðir og sáttir. Fréttamenn fjölmiðlahóps hafa haft nóg fyrir stafni í dag líkt og aðrir. Þeir fóru á milli stöðva, tóku viðtöl, myndir og myndbönd og má sjá hluta afrakstursins hér fyrir neðan og inni á myndasíðu skólans.

Fyrir morgundaginn væri gott að nemendur æfðu texta lagsins La Dolce Vita sem allir ætla að syngja saman á morgun. Textann má finna hér: http://grisa.isafjordur.is/ymis_skjol/skra/58/


Myndband Arnórs Gísla

 

Myndband Hafdísar

 

Þemadagar - fimmtudagur

Fréttamennirnir Hafdís Bára og Arnór Gísli
Fréttamennirnir Hafdís Bára og Arnór Gísli

Við erum búin að taka viðtöl við krakka og myndir og myndbönd vegna þemadaganna. Við lögðum mikla vinnu í myndböndin og verður hægt að sjá þau hér á síðunni.

 

Arnór Gísli og Hafdís Bára

Þemadagar - fimmtudagur

Fréttamennirnir Ísak Andri, Sigrún Brynja og Tryggvi
Fréttamennirnir Ísak Andri, Sigrún Brynja og Tryggvi

Í dag var mjög gaman en ekki of erfitt en  samt mjög gaman. Við tókum viðtöl við kennara og krakka og það var mjög gaman að horfa á tilraunirnar. Við spurðum hvað væri gert og hvort það væri gaman. Margir sögðu já.

Tryggvi, Ísak Andri og Sigrún Brynja

Þemadagar - fimmtudagur

Fréttakonurnar Hulda Pálma og Rakel Ósk
Fréttakonurnar Hulda Pálma og Rakel Ósk

Við erum búnar að fara og sjá eldstöðina þar var verið að baka brauð. Í krónustikk voru krakkarnir að kasta krónum og sá sem náði að kasta lengst vann. Við fórum líka og tókum viðtöl og myndir á öllum hinum stöðvunum. Við klipptum myndbandið og margt annað fræðilegt. Þetta var mjög gaman.

Hulda Pálma og Rakel

Þemadagar - fimmtudagur

Fréttamennirnir Hjörtur Ísak og Þráinn Ágúst
Fréttamennirnir Hjörtur Ísak og Þráinn Ágúst

Í dag fórum við á þemadaga hjá G.Í. Við vorum fréttamenn og við tókum viðtal við þrjá hópa og tókum upp fimm vídeó af öðrum hópum.

Hjörtur Ísak og Þráinn