VALMYND ×

3. bekkur í sveitaferð

1 af 2

Í fyrradag fór 3. bekkur í sveitaferð að Hólum í Dýrafirði. Krakkarnir fengu að skoða fjárhúsin og allir sem vildu fengu að halda á lambi og gefa kindum heytuggu. Að því loknu buðu ábúendur upp á kökur og djús.  Krakkarnir voru svo heppnir að sjá kind bera og var það magnað augnablik fyrir hópinn að sjá nýtt lamb koma í heiminn og fóta sig fyrstu mínútur lífsins, hvernig ærin karar lambið og það reynir að standa upp í fyrsta sinn.  

Eftir heimsóknina í fjárhúsin var veðurathugunarstöðin skoðuð.  Á heimleiðinni var svo staldrað við í Holtsfjöru, borðað nesti og leikið sér í alls konar leikjum í fjörunni.  

Það voru sælir krakkar sem komu heim í skóla eftir velheppnaða ferð og kunna þau Friðbert og Ástu á Hólum bestu þakkir fyrir góðar móttökur. 

Deila