VALMYND ×

Vorverkadagur

fréttahópur G.Í. á vorverkadegi
fréttahópur G.Í. á vorverkadegi

Í dag er vorverkadagur hjá skólanum, en þá taka allir árgangar þátt í svokallaðri Grænni viku hjá Ísafjarðarbæ sem byggist á því að allir bæjarbúar leggist á eitt um að hreinsa og fegra bæinn. Vikan er samstarfsverkefni Ísafjarðarbæjar, grunnskólanna, fyrirtækja, stofnana og íbúa og vinna allir í sjálfboðavinnu.
Árgangar skólans skipta með sér verkum þannig að sumir gróðursetja plöntur, aðrir tína rusl og fegra bæinn allt frá Suðurtanga upp í Stórurð. Þá hefur einnig verið starfandi sérstakur fréttahópur sem hefur fylgst með gangi mála og tekið myndir og myndbönd, sem sjá má hér vinstra megin á síðunni.

 

Deila