VALMYND ×

Ferðaskrifstofa opnuð í 6. bekk

Olga skólastjóri kynnti sér m.a. Færeyjar
Olga skólastjóri kynnti sér m.a. Færeyjar

Í gærmorgun opnaði 6. bekkur ferðaskrifstofu í tengslum við nám sitt um Norðurlöndin. Krakkarnir skiptu löndunum á milli sín og kynntu hvert land fyrir sig fyrir samnemendum, starfsfólki skólans og öðrum gestum sem sáu sér fært að líta við. Einnig buðu krakkarnir upp á léttar veitingar í tilefni opnunarinnar.

Það er alltaf gaman að sjá hversu fjölbreyttar kennsluaðferðir eru innan skólans og án efa eykur það áhuga og virkni nemenda.

Deila