VALMYND ×

Deildarmeistarar í handbolta

Efri röð f.v.: Friðrik Þórir, Eggert Karvel, Hjalti Hermann, Gísli Jörgen og Hilmar Adam. Neðri röð f.v.: Jakob Jóhann, Jens Ingvar og Einar Óli. (mynd: hsv.is)
Efri röð f.v.: Friðrik Þórir, Eggert Karvel, Hjalti Hermann, Gísli Jörgen og Hilmar Adam. Neðri röð f.v.: Jakob Jóhann, Jens Ingvar og Einar Óli. (mynd: hsv.is)

Handknattleikslið Harðar varð deildarmeistari fjórðu deildar í fimmta flokki í handbolta um síðustu helgi, en liðið er skipað drengjum úr 8. bekk G.Í. Strákarnir unnu alla sína leiki, en mótið var haldið í Ásgarði í Garðabæ. Þjálfari strákanna er Ingvar Örn Ákason og hefur hann verið að ná mjög góðum árangri í handboltanum í vetur.

Deila