VALMYND ×

Bolungarvíkurferð hjá 5. bekk

Kolfinna Íris Rúnarsdóttir og Jakob Daníelsson skrifuðu smásögu í sandinn
Kolfinna Íris Rúnarsdóttir og Jakob Daníelsson skrifuðu smásögu í sandinn
1 af 2

Ein af hefðunum í skólastarfinu er sú að 5. bekkur heimsæki Náttúrugripasafnið í Bolungarvík og var sú ferð farin í morgun í blíðviðrinu. Nemendur unnu fjölbreytt verkefni á safninu, enda mikið að sjá og rannsaka s.s. þörunga,  fjölmargar tegundir fugla, sjávardýr, spendýr og ýmislegt fleira.

Eftir góða stund á safninu og hressingu var haldið í fjöruferð fyrir innan kaupstaðinn. Þar var ýmislegt sér til gamans gert. Sumir léku sér í flæðarmálinu, skoðuðu rekavið, eða tíndu skeljar og kuðunga. Aðrir voru mjög skapandi í listaverkum í sandinn og leit m.a.s. ein smásaga dagsins ljós. Því miður er ekki víst að hún lifi lengi í sandinum, en hún er einnig til skráð og á ljósmyndum eins og sjá má á myndum inni á heimasíðu árgangsins.

Það voru blautir og sælir krakkar sem fóru heim um hádegisbilið eftir góðan dag í Bolungarvík.

Deila