VALMYND ×

Úrslit Stóru upplestrarkeppninnar

Síðastliðinn fimmtudag var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Hömrum. Nemendur í 7. bekk grunnskóla á norðanverðum Vestfjörðum tóku þátt og hafa æft stíft frá því að keppnin var sett á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember s.l.

Sigurvegari þetta árið varð Alda Marín Ómarsdóttir frá Súðavíkurskóla. Í öðru sæti lenti Natalía B. Snorradóttir frá Grunnskólanum á Þingeyri og Hákon Ernir Hrafnsson frá G.Í. hafnaði í þriðja sæti. Dómarar voru þau Daðey Einarsdóttir, Elfar Logi Hannesson, Halldóra Björnsdóttir og Kristín Ósk Jónasdóttir.

Við óskum vinningshöfum og öllum öðrum þátttakendum innilega til hamingju með góðan árangur.

Deila