Tónlist fyrir alla
Laufey Sigurðardóttir og Páll Eyjólfsson munu á morgun halda tónleika fyrir nemendur G.Í. í sal skólans á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla. Þau hafa á undanförnum árum komið fram á fjölda tónleika í grunnskólum um allt land. Þau kynna hljóðfærin sín, og fara síðan í smá tónlistarlegt "ferðalag" sem hefst á Ítalíu, landi fiðlunnar og leika tónlist eftir Vivaldi og fiðlusnillinginn Paganini. Þaðan liggur leiðin til Spánar, lands gítarsins, og spila þau m.a. verk eftir Sarasate, Ibert (lag með spænskum áhrifum) og kynna gítarinn sem upprunalega er spænskt alþýðuhljóðfæri og leika Flamenco tónlist. Frá Íslandi er m.a. leikin tónlist eftir Pál Ísólfsson og Þorkel Sigurbjörnsson og svo er endað í Argentínu með seiðandi tango.
Meira
 
						 
		 
		 
		 
		