VALMYND ×

Uppskeruhátíð tónlistarskólanna

Uppskeruhátíð tónlistarskólanna, Nótan, var haldin í dag í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi. Frá Tónlistarskóla Ísafjarðar kepptu bræðurnir Nikodem Júlíus Frach í einsöng og Mikolaj Ólafur Frach á píanó.  
Nikodem Júlíus, sem er nemandi í 4. bekk G.Í.  fékk sérstaka viðurkenningu fyrir góðan söng. Mikolaj Ólafur, nemandi í 6. bekk G.Í. var valinn til að keppa fyrir hönd Vesturlands og Vestfjarða á lokatónleikum hátíðarinnar sem haldnir verða í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 18. mars n.k. 

Þetta er svo sannarlega glæsilegur árangur hjá þessum ungu bræðrum og óskum við þeim innilega til hamingju með frábæra frammistöðu.

Deila