Lestrarstund í skólanum
Í skólanum er lesið meira og minna alla daga. En mánudaginn 5. mars ætlum við að hefja daginn með lestrarstund, þannig að allir, bæði börn og fullorðnir, taki sér bók í hönd og lesi í u.þ.b. 40 mínútur. Þá þurfa allir að passa að hafa bókina sína meðferðis og svo má hreiðra um sig þar sem hver vill – og lesa. Ef eldri börnin langar til að lesa með þeim yngri (eða öfugt), þá er það frjálst. Ef einhvern langar til að kúra frammi á gangi eða inni á bókasafni og lesa, þá má það líka. Fullorðna fólkið ætlar líka að lesa en það ætlar jafnframt að fylgjast með börnunum og gæta þess að allir hafi frið til að lesa, hvar sem þeir hafa komið sér fyrir. Það eina sem ekki má, er að lesa ekki, því að allir ætla að taka þátt og eiga notalega, sameiginlega lestrarstund í skólanum.
Deila