VALMYND ×

Kátir dagar

Fimmtudaginn 29. og föstudaginn 30. mars verða þemadagar í skólanum undir yfirskriftinni Kátir dagar. Þessa tvo síðustu daga fyrir páskaleyfi verður hefðbundið skólastarf stokkað upp og nemendum skipt í 28 hópa, þvert á árganga. Unnið verður í stöðvavinnu við fjölbreytt verkefni bæði úti og inni s.s. tilraunir, lummubakstur, dans, tónlist, ljóð, leiki, þrautir, fréttaflutning o.fl.
Kátum dögum lýkur svo um hádegið á föstudag þegar allir nemendur safnast saman á Silfurtorgi og stíga dans og marsera svo aftur að skólanum og snæða saman undir berum himni. Nú er bara að vona að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir.

Deila