VALMYND ×

Fréttir

Reglur um létt bifhjól og rafmagnsreiðhjól

Að gefnu tilefni viljum við benda á að börn undir 13 ára aldri mega ekki vera á léttum bifhjólum. Ökuréttindi þarf til að aka slíku tæki sem nær allt að 50 km. hraða. Þau má fá að undangengnu ökunámi og prófi við 15 ára aldur.

Rafmagnsreiðhjólum er nú skipt í tvo flokka:

  1. Létt bifhjól sem ná ekki yfir 25 km/klst á hraða. Ekki yfir 4Kw og má vera hvort sem heldur raf/bensíndrifið. Um þessi tæki gildir:
    1. 13 ára aldurstakmark
    2. Ekki gerð krafa um réttindi
    3. Skráningarskyld
    4. Má aka bæði á götum og gangstéttum/hjólastígum
  2. Reiðhjól með hjálparmótor en þó með stig/sveifarbúnaði. Þessi hjól mega ekki vera meira en 0,25kw. að afli þar sem afköst minnka og stöðvast alveg við 25 km/klst.

Samkvæmt umferðarlögum flokkast tæki II sem reiðhjól, sé þess gætt að þau fylgi skilyrðum, til dæmis hvað varðar hraða. Tæki sem flokkast í flokk I eru hinsvegar skilgreind sem létt bifhjól og þarf ökumaður þeirra að hafa náð 13 ára aldri og tækið að vera skráð. Ekki er gerð krafa um réttindi ökumanns eða tryggingar.

Nýtt nemendaráð G.Í.

Í morgun kusu nemendur unglingastigs nýja stjórn nemendaráðs. Úr 8. bekk verða þau Helena Haraldsdóttir, James Parilla og Sveinbjörn Orri Heimisson í stjórn. Í 9. bekk verða það Blessed Parilla, Einar Geir Jónasson, Hafdís Bára Höskuldsdóttir og Marta Sóley Hlynsdóttir og frá 10. bekk þau Hanna Þórey Björnsdóttir, Kolfinna Íris Rúnarsdóttir, Magni Jóhannes Þrastarson og Þráinn Ágúst Arnaldsson.

Formaður nemendaráðs er Daníel Wale og varaformaður Ásthildur Jakobsdóttir, en þau hlutu kosningu s.l. vor.

Við óskum öllum nemendum til hamingju með þessa nýju stjórn og hlökkum til að starfa með henni í vetur.

 

Haustball 10. bekkjar

Félagslífið er að lifna við eftir sumarleyfi og heldur 10. bekkur fyrsta ball skólaársins föstudaginn 2. september. Ballið er haldið í sal skólans frá kl. 20:00 - 23:30 og aðgangseyrir kr. 1.000 sem rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.

Bíldudalsbingó

Elfar Logi Hannesson og Jón Sigurður Eyjólfsson. Mynd: visir.is
Elfar Logi Hannesson og Jón Sigurður Eyjólfsson. Mynd: visir.is

Í dag komu þeir félagarnir Elfar Logi Hannesson og Jón Sigurður Eyjólfsson í heimsókn í 4. og 5. bekk. Þeir kynntu þar og lásu upp úr bókinni Bíldudals bingó, sem er uppfull af sprenghlægilegum uppvaxtarsögum þeirra félaga á Bíldudal á níunda áratugnum. Nemendur kunnu vel að meta upplesturinn og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.

Fjallgöngur

1 af 3

Í allmörg ár hefur sú skemmtilega hefð verið hér í skólanum að allir árgangar gangi á fjöll á haustin. Göngurnar eru misjafnlega krefjandi, en miðaðar að aldri og þreki nemenda. Þessa dagana standa þessar göngur yfir og í dag eru fimm árgangar í fjallgöngum, eða helmingur skólans.

Við útskrift úr 10. bekk fá nemendur svo blað með yfirliti yfir allar sínar fjallgöngur í gegnum árin, líkt og sést á meðfylgjandi mynd.

Það eru forréttindi að búa í þessari nánd við náttúruna þar sem hægt er að njóta hennar frá fjöru til fjalls með lítilli fyrirhöfn. 

Leiðbeiningar vegna Mentors

Í upphafi skólaárs viljum við benda notendum á hagnýt kennslumyndbönd til aðstoðar við aðgang að Mentor.

Mentor er nýttur til að auka upplýsingaflæði til heimila.  Þið getið skráð ykkur inn á vefinn með lykilorði og fáið þá aðgang að svæði þar sem hægt er að finna allar helstu upplýsingar um ykkar börn. Hægt er að sjá meðal annars stundaskrá, heimavinnu, ástundun, fréttir og fleira.  Ef þið lendið í vandræðum vinsamlega snúið ykkur til skólans.

Almennar upplýsingar um umhverfi nemenda og foreldra: https://www.youtube.com/watch?v=rkSNxzhnIKQ

Hvernig þið gerið upplýsingar um ykkur sýnilegar öðrum foreldrum:  https://www.youtube.com/watch?v=bjao4FXrOxM

Hvernig þið nálgist nýtt lykilorð að Mentor:  https://www.youtube.com/watch?v=ifwOntk280M

Hvernig þið getið aðstoðað nemendur að nálgast lykilorð að Mentor: https://www.youtube.com/watch?v=Tlkwh74Tfr8

Foreldraviðtöl hjá 7. bekk

Nú er 7. bekkur kominn heim eftir góða viku í skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði. Á mánudaginn verða foreldraviðtöl hjá árgangnum, sem byggja á þeim markmiðum sem nemendur setja sér fyrir komandi skólaár.

Kennsla hefst svo hjá þeim samkvæmt stundaskrá á þriðjudaginn.

Djúpið opnar eftir sumarfrí

Nú er starfið hafið í félagsmiðstöðinni Djúpinu, fyrir 8.-10. bekk.  Opnunartími er sem hér segir.

Alla virka daga frá 12:30-16:00
mánudags- og miðvikudagskvöld frá 19:30-22:00
föstudagskvöld frá 19:30-23:00
Það verður strætó í vetur og hefjast ferðir í dag, föstudaginn 26 ágúst.

Umsjónarmaður Djúpsins í vetur er Eva María Einarsdóttir.