VALMYND ×

Bókasöfnun

Foreldrafélag G.Í. hefur á undanförnum árum staðið fyrir bókasöfnun  í tengslum við Dag bókarinnar, 23. apríl til að styrkja bókasafn skólans​ og þeirri hefð var viðhaldið á þessu vori. Penninn/Eymundsson hefur tekið þátt í átakinu með því að veita 20% afslátt af þeim barnabókum sem keyptar hafa verið í þessum tilgangi. Gott skólabókasafn er mjög mikilvægur þáttur í því að viðhalda og efla lestraráhuga barna enda sýna kannanir að flest börn á skólaaldri fá nánast allar bækur sem þau lesa, einmitt þar. Söfnunin skilaði að þessu sinni nokkrum nýjum bókum á safnið og við þökkum kærlega fyrir þær.

Deila