VALMYND ×

Ævintýraferð til Suðureyrar

1 af 4

Fyrstu tvær vikurnar í maí  var  1. bekkur í þemavinnu um fiska.  Fyrst var unnið út frá bókinni Regnbogafiskurinn í Byrjendalæsi og síðan var tekinn fyrir fræðitexti um fiska og unnið á ýmsan hátt með hann. Krakkarnir lærðu að þekkja og nota ýmis orð sem tengjast fiskum t.d. tálkn, roð, hreistur, sundmagi, hrogn, hrygna, hængur og sporður.  Einnig lærðu þeir að þekkja nokkra algenga fiska t.d. ýsu, þorsk, rauðmaga, steinbít og lax.  Lokahnykkurinn á þessari þemavinnu var síðan heimsókn í Íslandssögu og Klofning á Suðureyri. Þar fékk árgangurinn frábærar móttökur. Fiskvinnslan var skoðuð og nemendur fengu að sjá hvernig fisknum er breytt í verðmæta útflutningsvöru. Allt er nýtt eins vel og hægt er, meira að segja fiskhausarnir og beinin. Krakkarnir sáu margt spennandi, allskonar vélar, tæki og tól. Hápunktur ferðarinnar hjá flestum var að prófa að setjast í  lyftarann og láta gaffalinn á honum fara upp og niður.   Nemendur fengu líka að sjá hvenig fiskur er þurrkaður í fyrirtækinu Klofningi. Mörgum fannst nú lyktin þar ekki góð en létu það ekki á sig fá. Að skoðunarferðinni lokinni var hópurinn síðan leystur út með gjöfum og fengu allir fisk með sér heim í soðið. Það fréttist að „besti“ fiskur í heimi hefði verið eldaður  þann 16. maí á heimilum 1. bekkinga.  Kæru vinir á Suðureyri takk fyrir okkur. /HA

Deila