VALMYND ×

Erlendir gestir í heimsókn

Hópurinn í Ósvör í dag
Hópurinn í Ósvör í dag

Í tvö ár hafa sex skólar víðsvegar að úr Evrópu starfað saman undir merkjum Erasmus+ sem er menntaáætlun Evrópusambandsins.  Þessir skólar eru frá Íslandi, Þýskalandi, Portúgal, Kýpur, Króatíu og Lettlandi.  Verkefnið sem hópurinn vinnur að snýst um að skoða frammistöðu minnihlutahópa í sínum skóla, hvort munur sé á námsframvindu þeirra og ef svo er hvað er hægt að gera til að leiðrétta það.

Núna í maí er síðasti fundur verkefnisins haldinn hér á Ísafirði, þar sem Grunnskólinn á Ísafirði er þátttakandi í þessu verkefni. Auk 4 kennara hér við skólann taka 12 kennarar frá hinum löndunum þátt í verkefninu og eru nú komnir hingað í heimsókn. Samhliða því að setja saman lokaskýrsluna kynnum við skólann, Ísafjarðarbæ og landið fyrir hópnum. Þriðjudaginn 16. maí var heimsókn í Stjórnsýsluhúsið þar sem Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari og Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs tók á móti hópnum. Í dag var ferðinni heitið til Bolungarvíkur þar sem Ósvör var m.a. heimsótt og á morgun verður bæjarrölt um Ísafjörð á dagskránni undir leiðsögn. Erlendi hópurinn heldur svo heim á leið á föstudag.

Deila