Þjónusta talmeinafræðings
Dagný Annasdóttir talmeinafræðingur hefur rekið talmeinastofu sína Lestur-mál ehf á 4. hæð stjórnsýsluhússins á Ísafirði frá s.l. vetri og hefur hún komið hingað vestur og dvalið eina viku í mánuði.
Einnig vinnur hún sem verktaki hjá Ísafjarðarbæ og metur málþroska barna í kjölfar tilvísana frá foreldrum og skólum.
Börn sem greinast með væg frávik og sem ekki falla undir viðmið Sjúkratrygginga Íslands v. kostnaðarþátttöku, en þurfa þó þjálfun að mati talmeinafræðings geta fengið allt að 3 þjálfunartíma á kostnað sveitarfélagsins. Þau börn fá þjálfunartíma inn á sínum skólum og er úthlutaður tími af kennurum skólans.
Þau börn sem falla undir viðmið Sjúkratrygginga Íslands og fá samþykkt allt að 20 skipti í talþjálfun á hverju 12 mánaða tímabili, fá sína þjálfunartíma á löggildri stofu og eru bókuð og boðuð í þjálfun af Dagnýju talmeinafræðingi sjálfri.