VALMYND ×

Ævintýratónleikar

Í morgun bauð Sinfóníuhljómsveit Íslands nemendum 4. - 7. bekkjar á öllu landinu, upp á skólatónleika undir yfirskriftinni Ævintýratónleikar Ævars. Þar lék Sinfóníuhljómsveitin undir stjórn Bernhards Wilkinson nokkur vel valin tónverk úr frægum verkum eins og Harry Potter, Hringadróttinssögu, Sjóræningjum Karíabahafsins o.fl. Tónleikunum var streymt um Netið í beinni útsendingu frá Hörpu og varpað á tjald í samkomusal skólans.

Kynnir á tónleikunum var Ævar Þór Benediktsson og náði hann vel til nemenda með sinni kímni og léttleika. Nemendur G.Í. fjölmenntu á tónleikana sem tókust mjög vel og var virkilega gaman að fá að taka þátt í þeim á þennan hátt.

Deila